Er ég að ýkja þegar ég kalla mig eilífðaróheppna? Nei
Aðeins eilífðaróheppin manneskja lendir í tveimur árekstrum í sömu vikunni.
Já, það var keyrt á mig.
Aftur.
Núna hata ég alla sem heita Ottó.
Ottó keyrði aftan á mig.
Ég var ekki sátt.
Ég blótaði mikið.
Og hátt.
Bíllinn er þó óskrámaður.
Ekki Ottós bíll.
Mér er alveg sama.
Og ég sem var nýbúin að bóna bílinn.
Nýbúin að fá nýjan hliðarspegil.
Ég var í góðu skapi.
Það fékk ekki að endast.
Hættiði að keyra á mig!
Það er pirrandi.
Tinna – Leti er lífstíll
tisa at 20:54
1 comments